Íslandsmótið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt fer fram um svokallaða Fitnesshelgi sem alltaf er haldin um Páskana. Árið 2008 fer keppnin fram föstudaginn og laugardaginn 21-22. mars. Páskarnir eru frekar snemma og því er líklegt að keppendur þurfi að hafa tímasetninguna á bak við eyrað þegar þeir skella sér í kræsingarnar um jól og áramót. Nánari dagskrá verður kynnt eins og venjulega á fitness.is.