Æfingar með lóðum eða í tækjasal eru lykillinn að því að losna við fitu samkvæmt rannsóknum við Ball State háskólann í Bandaríkjunum. Fólk sem æfir í tækjasal eða með lóðum missir fyrst og fremst fitu þegar það léttist á meðan fólk sem notast við þolæfingar glötuðu mun hærra hlutfalli af vöðvum gagnvart fitu.