Flestir sem ætla á heimsmeistaramótið í fitness á Spáni munu dvelja í viku á Spáni og er verið að skipuleggja sameiginlega ferð fyrir áhugasama stuðningsmenn og áhorfendur. Ætlunin er að fljúga beint til Barcelona. Keppnisstaðurinn sjálfur sem er í Santa Susana er 50 km norðvestur af Barcelona. Hótelið sem keppendur dvelja á er fjögurra stjörnu hótel sem er 100 m frá ströndinni sem sjálf er 2 km löng.  Þeir sem hafa áhuga á að skella sér til Spánar í fitnessferð til þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu og sóla sig síðla í september geta sent tölvupóst á ifbb@fitness.is til þess að fá upplýsingar.