proteinogkreatindollaNálægt 90% þeirra sem hafa náð umtalsverðum kílóafjölda af sér þyngjast aftur um það sem þeir náðu af sér innan tólf mánaða. Alls benda niðurstöður 10 rannsókna til þess að þeir sem nota fæðubótardrykki sem staðgengilsmáltíðir af og til þyngist síður en aðrir og viðhaldi árangrinum. Drykkirnir virðast hjálpa fólki til þess að viðhalda léttingu til lengri tíma.

Í spænskri rannsókn var fylgst með þyndarbreytingum hjá fólki sem hafði lést um a.m.k 5% líkamsþyngdar á sex mánaða tímabili. Fylgst var með fólkinu í sex mánuði eftir að það hafði náð þessum árangri. Helmingurinn fékk sér fæðubótardrykk í stað kvöldmatar en hinn hópurinn fór eftir hitaeiningaskertu mataræði. Af þeim sem notuðu fæðubótardrykkina tókst 84% að viðhalda þyngdinni að sex mánuðum loknum en 58% þeirra sem voru á sérstöku mataræði.

Þessi rannsókn bætist á lista yfir rannsóknir sem staðfesta að fæðubótardrykkir verða að gagni til þess að viðhalda þyngd sé rétt með farið.

Það virðist ekki þurfa að nota fæðubótardrykkina oft til þess að viðhalda léttingu. Í sumum tilfellum er nóg að skipta út máltíð fyrir fæðubótardrykk einu sinni eða tvisvar í viku til þess að þyngjast ekki til lengri tíma litið. Ef fæðubótardrykkur sem inniheldur um 200 hitaeiningar kemur í stað 1200 hitaeininga máltíðar, þó ekki sé nema örfá skipti í viku, hefur það mikið að segja þegar fram líða stundir og allt er talið saman. Ein heimsókn á skyndibitastað fer létt með að ná 1200 hitaeiningum.

(European Journal of Clinical Nutrition, 63: 1226-1232, 2009)