Mælt er með því að íþróttamenn sem stefna að því markmiði að verða sterkari lyfti miklum þyngdum sem þeir taka á bilinu eina til sex endurtekningar en hvíla í þrjár til fimm mínútur á milli lota. Nýverið staðfestu brasilískir vísindamenn þessa styrktarkenningu. Þeir mældu áhrifin af því að hvíla í eina, þrjár eða fimm mínútur á milli lota. Æfingaáætlunin snérist um 16 vikna þjálfun sem hafði það markmið að auka styrk. Þeir sem hvíldu þrjár til fimm mínútur á milli lota urðu sterkari en þeir sem hvíldu einungis eina mínútu. Það að verða sterkari er ekki endilega það sem allir sækjast eftir í ræktinni, en íþróttamenn sem stunda æfingastöðvarnar ættu að hafa í huga að hvíldin er nauðsynleg til þess að geta tekið alvöru þyngdir.

(Journal Science Medicine Sport, vefútgáfa 5. október 2009)