Lotan sem keppendur í Módelfitness hafa komið fram í svörtu bikiníi verður felld niður á Bikarmótinu sem fer fram í lok nóvember. Er þetta gert til þess m.a. að færa lotufjölda til samræmis við aðrar keppnisgreinar og stytta tíma sem mótið tekur. Keppendur þurfa því ekki að gera ráð fyrir því að koma fram í svörtu bikiníi. Þetta á bara við um Módelfitness.