Næsta Þrekmeistaramót verður haldið 7. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri eins og undanfarin ár. Skráning er þegar hafin á keppnina og er búist við miklum fjölda keppenda að þessu sinni.

Nokkuð margir hafa haft samband við undirritaðan og fullyrt að víða um land séu keppendur að stefna á að mæta. Síðast mættu 172 keppendur á Þrekmeistarann og er viðbúið að ekki verði færri á ferðinni þetta haustið. 

Sú nýbreytni verður tekin upp á þessu móti að keppt verður í nýjum keppnisflokki, svonefndri tvenndarkeppni þar sem karl og kona fara saman í gegnum brautina. Sömu reglur gilda fyrir þennan keppnisflokk og liðakeppnina.

Skráning á Þrekmeistarann er hér.