Til þess að ná að brenna fitu til lengri tíma þurfa frumubreytingar að eiga sér stað sem fela í sér aukningu hvatbera sem brenna fitu í frumum og efnaskipti þurfa að verða hraðari. Mike Deyhle, Christine Mermier og Len Kravitz við háskólann í Nýju Mexíkó endurskoðuðu útgefnar rannsóknir og fjölluðu í kjölfarið um eðlisfræði fituefnaskipta og gáfu að því loknu nokkur hagnýt ráð til þeirra sem hafa áhuga á fitubrennslu. Þeir segja að æfingakerfi þurfi að stuðla að oxun fitu. Það byggist á því að hanna æfingakerfin þannig að þau auki þéttleika hvatbera í frumum og framleiðni ensíma sem taka þátt í oxun fitu. Bestu æfingakerfin ættu að brenna sem mest af hitaeiningum og sömuleiðis að hámarka brennslu í hvíld eftir æfingar. Ennfremur þurfi samhliða góðu æfingakerfi að skera niður hitaeiningar í mataræðinu þannig að minni orka sé borðuð en brennt er.
(IDEA fitness Journal, janúar 2014, bls. 37-44)