Skráningar hefjast nk sunnudag á Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fer fram í Háskólabíói laugardaginn 22. nóvember. Keppt verður í sömu flokkum og á síðasta bikarmóti og því til viðbótar í unglingaflokki í fitness kvenna. Ennfremur verður gerð sú breyting að í fitnesskeppni karla verður aftur tekin inn frjáls einnar mínútu stöðulota. Þeir sem komast í efstu sex sætin þurfa að framkvæma þá lotu.