Hætt er við að fresta Þrekmeistaranum sem fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 8. nóvember. Send var út tilkynning í gær þess efnis að ætlunin væri að fresta keppninni og lágu þar að baki ýmsar ástæður, þar á meðal starfsmannaskortur, skortur á stuðningsaðilum sem og óheppileg tímasetning fyrir margra hluta sakir. Skemst frá að segja hafa viðbrögð keppenda og áhugafólks um Þrekmeistarann verið þess eðlis síðasta sólarhringinn að hætt er við frestun. Fjöldi fólks hefur boðið fram hjálparhönd sem gerir það að verkum að hægt er að halda áætlun.Það að halda mót á borð við Þrekmeistarann krefst mikils fjölda starfsmanna og dómara. 16 dómara og 8 tímaverði þarf til þess að mótið gangi. Eru þá aðrir starfsmenn ótaldir. Með samstilltu átaki tekst vonandi að smala í þennan hóp og er keppendum því óhætt að setja stefnuna á laugardaginn 8. nóvember. Staðsetning – Akureyri. Skráningar eru hér: https://fitness.is/index.php?module=Ey%F0ubl%F6%F0&func=display_form&form_id=24