Arnold Sports Festival 2012 in Columbus Ohio

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á vefnum frá Arnold Sports Festival á vefnum. Alls eru níu íslenskir keppendur sem hafa komist í úrslit og spennandi verður að fylgjast með gengi þeirra. Íslendingarnir byrja að stíga á svið kl 15.0 að íslenskum tíma á laugardegnum. Það liggur í loftinu að gerð verður íslensk atlaga að verðlaunasætum á þessu stórmóti í Bandaríkjunum. Allir íslensku keppendurnir eru vel undirbúnir og miðað við gengi þeirra á sviðinu í gær er full ástæða til bjartsýni.

Óvenju fjölmennur hópur keppenda fór að þessu sinni til Bandaríkjanna að keppa að þessu sinni en sömuleiðis hafa aldrei verið jafn margir íslenskir keppendur í úrslitum efstu keppenda. Við segjum frá úrslitum um leið og þau liggja fyrir hér á fitness.is en hægt er að smella á meðfylgjandi mynd til þess að fara á bodybuilding.com sem sýnir beint frá keppninni.

Vefurinn musculardevelopment.com sýnir sömuleiðis myndir frá keppninni.

Fleiri myndir er líka að finna á musculardevelopment.com – smella hér.