Í nótt fór fram undankeppni Arnold Sports Festival í fitness. Níu íslenskir keppendur komust áfram í úrslit sem verður að telja frábært á svona stóru móti. Einungis 10 efstu í hverjum flokki komast áfram í hverjum flokki.  Þær sem komust áfram eru:
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir
Alexandra Sif Nikulásdóttir
Dagbjört Guðbrandsdóttir
Erna Guðrún Björnsdóttir
Kristrún Sveinbjörnsdóttir
Magnea Gunnarsdóttir
Margrét Edda Gnarr
Sigríður Ómarsdóttir
Margrét Hulda Karlsdóttir

Úrslitin fara fram um helgina og líklegt er að flestar séu að fara á svið á laugardeginum. Við birtum niðurstöður um leið og þær liggja fyrir.