Hægt er að taka fleiri endurtekningar og reyna meira á vöðvana með því að taka reglubundið stutt hlé í hverri lotu samkvæmt niðurstöðum ástralskra vísindamanna við Háskólann í Vestur-Sydney. Aðferðin er einföld. Taktu hlé þegar stöngin eða lóðin eru í lægstu stöðu eða legðu þau frá þér í lóðarekkann í 20 sekúndur og haltu síðan strax áfram með lotuna. Þessi stutta hvíld gerir það að verkum að vöðvarnir ná að jafna sig örlítið og hægt er að taka nokkra endurtekningar í viðbót. Það tekur vöðvana einungis nokkrar sekúndur að endurhlaða orku en vöðvar fá skjótfengna orku frá svonefndum adenosínþrífosfötum (ATP) og kreatínfosfötum. Orkan sem þau gefa endist hinsvegar einungis í um þrjár sekúndur og kemur fyrst og fremst við sögu í hámarksátökum. Þessi skammi líftími þeirra er ástæða þess að síðustu endurtekningarnar í erfiðri lotu eru jafn erfiðar og raun ber vitni.

Með því að hvíla í allt að 20 sekúndur í miðri lotu ná vöðvarnir að endurhlaða adenosínþrífosfötin og kreatínfosfötin í vöðvunum. Fyrir vikið geturðu lyft meira, tekið fleiri endurtekningar og lagt meira á þig.

(Journal Science Medical Sport, vefútgáfa í ágúst 2011)