Heiðrún SigurðardóttirViðtöl við fitnessmeistarana

Heiðrún Sigurðardóttir
Áttirðu von á að vinna?
Nei,  ég hafði ætlað mér að keppa með því hugarfari að gera mitt besta en hafði í sjálfu sér ekki gert mér neinar hugmyndir.
Hefurðu stundað aðrar íþróttir?
Bara frjálsar íþróttir.
Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina hjá þér í fitness?
Ég ætla að vera eins lengi að keppa og ég get í íþróttafitness. Danslotan er skemmtileg og ég vil endilega halda mig við að keppa í íþróttafitness og er ekki að stefna á að keppa í formfitness.