Sif Garðarsdóttir Íslandsmeistari í formfitness

Viðtöl við fitnessmeistarana

Sif Garðarsdóttir

 

Sif tók sér eins árs frí frá keppnishaldi vegna barneigna og eignaðist stúlkuna Tönju Líf fyrir um ári síðan.

Hvernig gekk undirbúningurinn fyrir mótið eftir að hafa átt barnið?

Þetta gekk ótrúlega vel. Ég byrjaði undirbúninginn smátt og smátt í nóvember til þess að koma mér í gang, en tók síðan 12 vikur í alvöru skurði fyrir mótið. Það hefur aldrei gengið jafn hratt hjá mér að skera niður. Það er engu líkara en að barneignin hafi flýtt fyrir því að fitan fari.

Hvernig gengur að æfa nú þegar þú ert orðin mamma?

Það er ekkert mál. Hún ræður því hvenær ég fer á æfingar þannig að ég æfi þegar henni hentar. Ég er fegin að vera ekki að keppa í danslotunni, en ég hefði keppt í hraðaþrautinni ef ég hefði áttað mig á því að það væri hægt.

Hvað er á stefnuskránni hjá þér á næstunni?

Það er að stefna á heimsmeistaramótið í haust og bikarmót ef það verður.