Margir karlar takast á við svefnherbergisleikfimina eins og margt annað í lífinu. Þeir hamast eins og veðhlaupahestar en ná ekki þeim árangri sem vænst var. Þessi aðferð virkar oft ekki í rúminu. Það að vera of ákafur getur valdið fleiri vandamálum en það leysir. Vandamál karlmanna í rúminu geta verið líkamleg vandamál sem hindra að þeir nái holdrisi eða hafi löngun til kynlífs. Offita eða lélegt líkamsform hafa mikið að segja um það hvort menn standi sig í rúminu eða ekki. Einnig getur verið að menn hafi áhyggjur af því að standa sig ekki eða eigi í vandræðum með að ná holdrisi eða fái ótímabært sáðlát. Lyf eins og Viagra geta hjálpað í sumum tilfellum en það að þekkja rekkjunautinn vel getur hinsvegar leyst flest vandamál og verið auðveldasta lausnin. Í það minnsta er hægt að leita sér hjálpar víða og því óþarfi að kveljast í þögn.

 

(CBS Health Watch, 23 mars, 2001)