Food Tex (139)Villt hrísgrjón innihalda mikið af vítamínum, steinefnum, prótíni, sterkju, trefjum og sindurvörum. Næringarinnihald þeirra og gæði hafa leitt til aukinna vinsælda í austur-Asíu og víða á vesturlöndum. Við endurskoðun rannsókna sem vísindamenn við Háskólann í Manitoba gerðu var ályktað að villt hrísgrjón væru góð uppspretta sindurvara þegar þau væru hluti af heilsusamlegu mataræði. Hrísgrjónin draga úr blóðfitu og eru góð uppspretta fyrir trefjar. Sindurvarar í villtum hrísgrjónum hafa mun meiri áhrif en sindurvarar í sama magni af hvítum hrísgrjónum. Í rannsóknum á dýrum hafa langtímarannsóknir sýnt fram á að langvarandi neysla á villtum hrísgrjónum dregur úr áhættu gagnvart hjartasjúkdómum. Villt hrísgrjón eru því hollustufæða.
(Nutrition Reviews, 72: 227-236, 2014)