strawberry in sugarVísindamenn við Landlæknisembættið í Bandaríkjunum hafa kynnt rannsókn sem bendir til að tengsl séu á milli viðbætts sykurs í mataræði og dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma. Á árunum 1988-2010 var gerð rannsókn með þátttöku 30.000 manna. Á þessu tímabili fjölgaði hitaeiningum í mataræðinu vegna viðbætts sykurs úr 15,7% árið 1988 í 16,8% árið 2004 en minnkaði í 14.9% árið 2010. Þeir þátttakendur í rannsókninni sem höfðu borðað mest af viðbættum sykri voru í 175% meiri hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en samanburðarhópur. Fullyrt er því að viðbættur sykur í mataræðinu auki hættuna á dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma.
(Journal American Medical Association Internal Medicine, 174: 516-524, 2014)