kjotsteikMikill meirihluti þeirra sem léttast með því að breyta mataræðinu þyngjast aftur um sama kílóafjölda innan 12 mánaða. Þeir sem borða prótínríkt fæði viðhalda hinsvegar léttingunni lengur og betur en þeir sem eru á prótínlágu mataræði eða mataræði sem byggist á kolvetnum með háu eða lágu glýsemíugildi. Með öðrum orðum flóknum eða einföldum kolvetnum. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem Marleen van Baak við Læknaháskólann í Hollandi gerði.
Allir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu lést um að minnsta kosti 10 kg. Líklegt þykir að einfaldasta leiðin til þess að fá nægt prótín og auka líkurnar á að viðhalda léttingunni er að drekka prótíndrykk með 25 g af prótín saman við mjólk eða ávaxtasafa. Þannig minnkar matarlystin.  Í ljósi þess að stór meirihluti þyngist aftur eftir léttingu veitir ekki af öllum tiltækum ráðum til þess að draga úr líkunum á því að þyngjast og lenda aftur í sama farinu. Prótín virðist auk þess draga úr matarlyst umfram önnur orkuefni sem líklega má rekja til áhrifa ákveðinna amínósýra.
(International Journal of Obesity, vefútgáfa 28. mars 2014)