Blister pack of pills. Remedy.Það er vel kunnugt meðal vísindamanna að svokölluð lyfleysuáhrif koma við sögu í öllum rannsóknum. Það er sömuleiðis vel kunnugt meðal bætiefnaframleiðenda að pakkningar, áferð, litur og lögun bætiefna hefur mikið að segja um það hvernig menn upplifa áhrifin. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Eötvös Loránd háskólann í Búdapest í Ungverjalandi telja margir að sum bætiefni virki betur vegna útlitsins. Fólki finnst grænir og rauðir drykkir, rauðar pillur, hvítt duft og hvít hylki virka best fyrir þol á meðan hvítur áburður og grænt gel var síður talið virka. Litur og tíðni skammta hafði mikil áhrif á það hversu mikla trú fólk hafði á að töflurnar virkuðu – sem í öllum tilfellum voru lyfleysur í þessari rannsókn.
(International Journal Sport Nutrition Exercise Metabolism, 23: 624-626, 2013)