Það er ekkert nýtt að sérfræðingar skuli rífast um það hversu margar lotur ætti að taka til að ná sem bestum árangri í styrktaræfingum fyrir byrjendur. Flestar rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrir byrjendur skili ein lota jafn góðum árangri og fleiri. Af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið sýna hinsvegar þær vönduðustu og ströngustu að fleiri lotur eru vænlegri til árangurs.
Japanskir vísindamenn hafa rannsakað áhrif æfingamagns á vöðvastærð og styrk með því að nota predikunarlyftuna (preacher curl). Þeir hönnuðu rannsóknina þannig að aðferðir sköruðust á löngum tíma. Allir sem tóku þátt í rannsókninni enduðu með því að hafa tekið bæði eina lotu og þrjár lotur.
Vöðvastækkun varð 40% meiri þegar margar lotur voru teknar. Þrjár lotur skila því mun meiri árangri hjá fólki sem er að byrja að æfa.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 8-13, 2013)