NordicChampionships_EG46127Sportfitness karla er nýleg keppnisgrein en engu að síður hefur hún fengið góðar viðtökur hér á landi. Keppendafjöldinn hefur farið vaxandi og þykir því tilefni til að bjóða upp á að keppa í unglingaflokki karla. Flokkurinn er fyrir 16-19 ára og er þá miðað við að keppendur megi verða 19 ára á árinu. Tilgangurinn með að bjóða upp á þennan flokk er að opna möguleikana fyrir yngri keppendur. Erlendis er ekki ennþá keppt í unglingaflokkum í sportfitness en það er tímaspursmál hvenær það gerist. Núna eru um 12 vikur til stefnu fram að Íslandsmótinu sem haldið verður um páskana og því tímabært fyrir þá sem hyggja á þátttöku að fara að ákveða sig og hefja undirbúning.

Skráningar á Íslandsmótið hefjast næstu daga.