DSC_6029~12
Una Heimisdóttir lengst til vinstri.

Sex af 12 íslendingum sem kepptu um helgina í áhugamannaflokkum á Arnold Classic um helgina komust upp úr undankeppninni í úrslit 15 efstu sem fóru inn í forkeppnina. Af þessum sex komust þær Una Margrét Heimisdóttir og Hrönn Sigurðardóttir í verðlaunasæti í sínum flokkum. Una keppti í fitnessflokki kvenna undir 170 sm og hafnaði þar í fjórða sæti í 22 manna flokki. Una hefur náð langt á alþjóðlegum mótum í unglingaflokki og sýndi það með þessu að hún blandar sér strax í baráttuna um efstu sætin í opna flokknum.

DSC_4080~4
Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir keppti í sjö manna flokki í ólympíufitness kvenna og hafnaði í þriðja sæti. Hún sýndi frábæra takta hér heima á sínum tíma þegar hún keppti í vaxtarrækt og það kom engum á óvart að hún skildi gogga í efstu sætin þegar hún blandaði sér í baráttuna á alþjóðlegu móti.

DSC_4157~11

Úrslit okkar keppenda á Arnold Classic 2016

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir – Bikini up to 170. Ekki í topp 15 í 24 manna flokki.
Íris Arna Geirsdóttir – Bikini up to 163. Ekki í topp 15 í 38 manna flokki.
Una Margrét Heimisdóttir – Bodyfitness up to 170. 4 sæti í 22 manna flokki.
Gréta Jóna Vignisdóttir – Bikini over 170. Ekki í topp 15 í 24 manna flokki.
Björk Bogadóttir – Bikini up to 170. 14 sæti í 24 manna flokki.
Eva Lind Fells – Bikini up to 163. Ekki í topp 15 í 38 manna flokki.
Gunnar Stefán Pétursson – Classic BB over 180. Mætti ekki til keppni.
Gunnar Sigurðsson – Classic BB up to 180. Ekki topp 15 í 23 manna flokki.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir – Bodyfitness up to 159. 7 sæti í 12 manna flokki.
Aðalheiður Guðmundsdóttir – Bikini up to 155. 9 sæti í 21 manna flokki.
Kristjana Huld Kristinsdóttir – Bikini up to 167. 10. sæti í 36 manna flokki.
Hrönn Sigurðardóttir – Women´s Physique up to 168. 3 sæti, 7 manna flokki.

Heildarúrslit og stig er að finna hér:

2016-AC-Columbus-Results

Results Arnold Classic amateur Ohio - Columbus 2016

Myndir eru frá Team Andro