Charles Mays eigandi breska og ástralska tímaritsins Ultra-Fit kom hingað til lands þegar Þrekmeistarinn var haldinn s.l. haust. Tímaritið sem á upptökin að því að keppa í Þrekmeistaranum í Bretlandi fjallar í opnugrein um íslensku keppnina í síðasta tölublaði. Íslensku keppninni er hælt í bak og fyrir og ljóst að þeir sem hingað komu eru hrifnir af landi og þjóð. Ekki þykir þeim síst merkilegt hversu hátt hlutfall landsmanna stundi reglulega æfingar í æfingastöðvum. Áhugasamir um Ultra-Fit Tímaritið geta litið við á heimasíðu þess.