Á sjöunda áratugnum héldu næringafræðingar því fram að of mikið prótín í mataræðinu myndi ræna bein næringarefnum sem væru nauðsynleg fyrir heilbrigði þeirra og þannig myndi hættan á beinbrotum aukast. Réttsýnir næringarfræðingar héldu því fram að ef við myndum ekki borða jafn mikið af kjöti og við gerum, myndum við ekki hafa jafn mikla þörf fyrir kalk og við gerum. Nýjar og faglegar rannsóknir benda til hins gagnstæða. Í ritstjórnarpistli í ritinu American Journal of Clinical Nutrition (75: 609-610, 2002) er samantekt á því sem við vitum í dag um samband prótíns og kalks gagnvart beinheilsu. Bein eru nánast 50% prótín og talsverður hluti amínósýrana sem beinið er myndað úr er ekki endurnýtanlegur í beinmyndun. Þar af leiðandi þarftu að bæta upp tapað prótín með því að fá það í gegnum mataræðið. Þessar nýju rannsóknir sýna að prótín og kalk í mataræðinu vinna saman að beinmyndun. Ef þú færð hinsvegar ekki nægt kalk í gegnum mataræðið getur of mikið af prótíni dregið úr beinþéttni. Matvæla- og næringarráðið í Bandaríkjunum er að endurskoða ráðlagðan dagsskammt af prótíni út frá niðurstöðunum í þessari rannsókn, sérstaklega fyrir eldra fólk.