Anna Margrét Ólafsdóttir, Íslandsmeistari IFBB í fitness og Heiðrún Sigurðardóttir hafa gert samning við Norðurmjólk. Með þessum samningi gerist Norðurmjólk stuðningsaðili þeirra, en fyrirtækið styrkti þær m.a. til þess að keppa á Heimsmeistaramóti Unglinga í fitness á síðasta ári. Það er dýrt að halda erlendis til keppni og því er þessi samningur mjög hagstæður fyrir þær Önnu og Heiðrúnu sem eru tvímælalaust í framvarðasveit fitnesskeppenda.