Dermatologist examines a mole of male patient
Dermatologist examines a mole of male patient

Sortuæxli er mjög ágengt krabbamein. Líkurnar á að lifa í 10 ár án þess að fá meðferð við þessu hættulega krabbameini eru nálægt núlli. Hér á landi deyja um fimm manns á ári vegna sortuæxlis en tíðni þess hefur margfaldast á undanförnum 20 árum. Talið er að mikil sóldýrkun sé helsta ástæða vaxandi tíðni ekki síst meðal þeirra sem hafa stundað sólböð á yngri árum. Um helmingur þeirra sem greinast með sortuæxli eru undir fimmtugu hér á landi. Þeir sem eru með ljósa húð og mikið af fæðingarblettum virðast vera í meiri áhættu en aðrir gagnvart því að fá sortuæxli. Fólk með dökka húð getur samt sem áður fengið sortuæxli. Húðsjúkdómalæknar mæla með að fólk dragi úr sólböðum og sólbekkjanotkun og noti ávallt sólarolíu með háu varnarstigi svo sjaldan sem sólin lætur sjá sig.
(Nature, 515, (7527) 108-126, 2014)