konavaknarÞað hefur verið mjög ruglingslegt að lesa um áhrif áfengis á heilsuna í fjölmiðlum í gegnum tíðina. Árum saman hefur verið varað við notkun áfengis. Heilbrigðisyfirvöld, trúarhópar og heilsufræðingar af ýmsum toga hafa varað við því en samt sem áður eru annað slagið birtar greinar um jákvæð áhrif áfengis. Það er því erfitt að vita í hvorn fótinn á að stíga.
Það deilir enginn um að áfengi í óhófi er hinn mesti bölvaldur. Enginn skortur er á sorgarsögum sem bera því vitni. Því miður er ekki í boði fyrir suma að nota áfengi í hófi þar sem það hefur tilhneigingu til að stuðla að sívaxandi drykkju þegar fram líða stundir.
Ráðgjafanefnd sem samanstóð af 41 vísindamönnum sem höfðu það hlutverk að meta heilsufarsleg áhrif áfengisdrykkju komst að þeirri niðurstöðu að hófleg drykkja hefði jákvæð áhrif á heilsuna. Með hóflegri drykkju er átt við eitt til tvö glös á dag eftir líkamsþyngd. Alkóhólið sjálft dregur úr blóðkekkjun og bólgum en eykur um leið hlutfall HDL (góða) kólesterólsins. Óhófleg áfengisdrykkja hefur hinsvegar fjölmörg neikvæð áhrif í för með sér. Þar á meðal má nefna háþrýsting, krabbamein, heimilisofbeldi og slys svo fátt eitt sé nefnt.
(Mescape, 30 október 2014)