Sýndur verður hálftíma þáttur í Ríkissjónvarpinu um Þrekmeistarann laugardaginn 4. desember kl 15.45 og síðan aftur 22. desember kl 22.25. Í þættinum er m.a. fylgst með liðinu Nöldur og Nagg undirbúa sig fyrir Þrekmeistarann og fylgst með framgöngu keppninnar. Áhugasamir eru hvattir til að setjast niður við imbann þessa daga og fylgjast með þættinum.
Unnið er að gerð sjónvarpsþáttar um Íslandsmótið sem haldið var nú í Október en ekki liggur fyrir hvenær hann verður sýndur.