Það eru fáir sammála um hið eina sanna mataræði til þess að léttast. Hinsvegar eru flestir sammála um að of mikið af einföldum sykri í formi gosdrykkja, sætabrauðs og sælgætis sé nokkuð sem beri að forðast. Þessar fæðutegundir hækka magn blóðsykurs hratt og falla hinsvegar jafn hratt niður sem gerir okkur svengri en ella. Réttast er því að leggja áherslu á að borða flókin kolvetni. Borðaðu því gróft brauð, korn og t.d. brún hrísgrjón í stað hvítra. Grænmeti og flestir ávextir eru auk þess ákjósanlegir. Miðað við það hversu mikið almenningur borðar í dag af einföldum sykri í ýmsu formi er ljóst að með því að útiloka þessar „fæðutegundir“ úr mataræðinu myndu mjög margir léttast um þau kíló sem þá dreymir um.