Mikil magafita er talin tengjast ásigkomulagi efnaskipta líkamans. Hún eykur hættuna á hjartasjúkdómum, sykursýki og ótímabærum dauðsföllum. Ennfremur gefur hún til kynna insúlínviðnám, háan blóðþrýsting, óeðlilega blóðfitu og bólgur.

Þolfimi dregur hraðar út magafitu en lóðaæfingar samkvæmt samanteknum niðurstöðum margra rannsókna sem skoðaðar voru með safngreiningaraðferðinni og 2000 manna úrtaki. Flestar rannsóknirnar sýndu fram á að þolæfingar drógu úr magafitu á meðan lóðaæfingar höfðu ekki áhrif. Í flestum rannsóknunum var álagið í lóðaæfingunum mjög hóflegt og þar af leiðandi eiga niðurstöðurnar ekki endilega við um þá sem taka æfingar alvarlega.

(Obesity Reviews, vefútgáfa 26. Júlí, 2011)