Algengast er að þeir sem eru að sækjast eftir vöðvauppbyggingu æfi fyrst stærstu vöðvana í líkamanum sem krefjast þátttöku sem flestra liðamóta. Mesta vöðvaaukningin fæst með því að æfa stóru vöðvana fyrst – þetta hafa menn vitað nokkuð lengi. Það þarf þó að hafa í huga að hámarksstyrkur ræðst af veikasta vöðvanum sem tekur þátt í lyftunni. Litlir og veikburða vöðvar geta komið í veg fyrir að stærri og sterkari vöðvar nái hámarksgetu sinni. Það ætti samt sem áður ekki að æfa litlu vöðvana fyrst nema þeir þjóni ákveðnu hlutverki í æfingakerfinu.

(Sports Medicine, vefútgáfa 1. Febrúar 2012)