PlakatIslandsmot2013_1290pxÁhugafólk um líkamsrækt þarf ekki að láta sér leiðast um Páskana. Fimmtudaginn (Skírdag) og Föstudaginn (langa) 28. og 29. mars fer fram Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna, IFBB í Háskólabíói í Reykjavík. Um 130 keppendur hafa skráð sig til keppni í fitness, módelfitness, sportfitness og vaxtarrækt. Allir bestu keppendur landsins hafa undanfarnar vikur og mánuði staðið í ströngum undirbúningi fyrir mótið og sumir stefna jafnvel á keppni á alþjóðlegum mótum eftir Íslandsmótið.

Sportfitness karla – ný og spennandi keppnisgrein

Keppt verður í fitness karla og kvenna og vaxtarrækt á fimmtudeginum en módelfitness kvenna og sportfitness karla á föstudeginum. Sportfitness karla er ný og spennandi keppnisgrein sem keppt verður í á Íslandsmótinu. Þessi keppnisgrein er að verða ein sú fjölmennasta á erlendum alþjóðlegum mótum en hún er sérstök að því leyti að lögð er lítil áhersla á vöðvamassa og skurði í dómforsendum en öllu frekar stælt og fagurfræðilegt vaxtarlag. Keppnisfatnaðurinn eru síðar Bermudabuxur og hefur þessi keppnisgrein því ögn léttara og sportlegra yfirbragð en þeir keppnisflokkar í fitness karla sem við eigum að venjast enda hefur þessi keppnisgrein fengið góðar viðtökur erlendis. Á enskunni nefnist þessi keppnisgrein men´s physique.

Enn eru skráningar í gangi á Íslandsmótið, en nú þegar er ljóst að fyrrum Íslands- og Bikarmeistarar munu mæta til keppni ásamt fjölda nýrra andlita sem eru óskrifað blað í afrekssögu líkamsræktar hér á landi. Framfarir okkar bestu keppenda hafa verið miklar undanfarin ár sem endurspeglast vel í velgengni okkar fólks á alþjóðlegum mótum. Áhugafólk um líkamsrækt ætti því að nota þetta frábæra tækifæri til að sjá alla okkar bestu keppendur stíga á svið um Páskana.

DAGSKRÁ ÍSLANDSMÓTS IFBB 2013

FIMMTUDAGINN 28. MARS

Fitness og vaxtarrækt
Forkeppni kl 12.00
Úrslit kl 18.00

FÖSTUDAGINN 29. MARS

Módelfitness og sportfitness
Forkeppni kl 11.00
Úrslit kl 18.00
Dagskrá keppenda liggur fyrir í smáatriðum en hún er eftirfarandi: