Sigurður Gestsson og Kristín Kristjánsdóttir eru lögst í ferðalag til Sikileyjar á Ítalíu til að keppa á heimsmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. Keppnin fer fram á laugardag og sunnudag og fer fram í Agrigento á Sikiley.Sigurður mun keppa í vaxtarrækt en Kristín keppir í fitness. Sjö manna hópur heldur utan með þeim tveimur og er þar í hópi fulltrúi fitness.is sem mun birta fréttir og myndir um leið og færi gefst. Á heimsmeistaramótinu má búast við á þriðja hundrað keppendum sem koma frá rúmlega 40 löndum. Keppnin hefst á forkeppni þar sem 15 bestu í hverjum flokki komast áfram í úrslitakeppnina. Ef færi gefst munum við birta fréttir á laugardagskvöld um það hvernig Sigga og Kristínu gekk í forkeppninni. Úrslitakeppnin fer síðan fram á sunnudag.