Á alþjóðlegri ráðstefnu um lyfjanotkun íþróttamanna kom fram að líklega væri ekkert íþróttasamband sem lyfjaprófaði hlutfallslega jafn marga keppendur og IFBB í vaxtarrækt og fitness. Síðastliðin tvö ár hefur mikið átak átt sér stað innan vaxtarræktargeirans í lyfjaprófum og á öllum alþjóðlegum mótum eru 3 efstu í hverjum flokki lyfjaprófaðir, auk tilviljunarkennds úrtaks.