kona3Réttstöðulyftan er líklega besta æfingin til þess að móta rasskinnarnar. Oft á tíðum leita menn en þó aðallega konur langt yfir skammt til þess að reyna að fá flottan afturenda og leitast við að gera litlar æfingar sem eru einangrandi fyrir vöðvann, en skortir á að taka vel á heildar vöðvahópinn. Stórar æfingar eins og réttstöðulyfta og hnébeyja gerðar með gamla laginu, ekki í vélum, eru skilvirkastar vegna þess hve stórt svæði þær taka á. Réttstöðulyfta sem tekin er með beina fætur tekur t.d. á rassvöðvana, aftan á lærin, kálfana og að sjálfsögðu tekur hún mikið á neðra bakið. Ef ætlunin er að spara tíma og taka vel á með árangur að leiðarljósi ætti því að hugleiða að notast við þessar æfingar.