Á ráðstefnu sem Hið Konunglega Læknafélag í Bretlandi hélt voru kynntar niðurstöður úr rannsókn sem benti til þess að menn sem væru með stóran maga en ekki ummálsmiklir um mjaðmir og læri voru veikari gagnvart ýmsum heilbrigðiskvillum sem stafa af offitu. Það var fyrrverandi formaður vísindanefndar bresku Næringarsamtakana, Dr Margaret Ashwell sem kynnti niðurstöðurnar. Rannsóknir hennar sýndu fram á að það skipti verulegu máli hvar fitan sest á líkamann hefur jafn mikið að segja og líkamsþyngdin. Þeir sem eru perulaga og eru með mikla fitu á rassi og lærum voru yfirleitt ekki í jafn mikilli áhættu gagnvart áhættuþáttum sem tengdust fitu og þeir sem voru hinsvegar eins og epli, þ.e.a.s. með mikið magamál. Fita sem safnast saman og myndar svokallaða „bjórvömb“ er geymd utan um líffæri og er líklegri til þess að flytjast út í blóðrásina og hækka kólesterólmagn blóðsins. Fita á rassi og lærum er geymd á milli húðarinnar og vöðvabyggingarinnar og er því ekki eins skaðleg.