hlaupariÆðarnar þurfa nítrat úr fæðutegundum eins og rauðrófum til að framleiða nituroxíð. Nituroxíð er nauðsynlegt fyrir eðlilegt blóðflæði og hefur því margvísleg áhrif á líkamann. Það er talið skipta máli fyrir gott kynlíf, orku og heilbrigði æðakerfisins. Konur sem tóku 140 ml af rauðrófusafa á dag í fjóra daga bættu hlaupahraða í 5 km hlaupi á hlaupabretti og slagþrýstingur minnkaði. Innþekjufrumurnar inni í æðaveggjunum seyta nituroxíði og geta þeirra til þess er mikilvægur mælikvarði á kransæðaheilsu og ástand þeirra. Heilbrigðar æðar seyta nituroxíði sem örvar blóðflæði til vefja um allan líkamann.
(British Journal of Sports Medicine, 47 (17): e4, 2013)