blodtrystingur1Þegar leitað er til læknis vegna háþrýstings er líklegt að lyfjagjöf sé það eina sem hann ráðleggi. Því miður er það líka svo að stór hluti þeirra sem fara í slíka meðferð ná engum bata. Blóðþrýstingurinn breytist ekkert.
Þolæfingar í hálftíma, fimm sinnum í viku hafa mjög jákvæð áhrif á blóðþrýsting samkvæmt rannsóknum, en mjög margir gefa sér ekki tíma til að halda heilsunni í lagi. Það að æfa fimm sinnum í viku er því ekki í boði. Philip Millar og félagar við McMaster Háskólann í Kanaka komust að því að æfingar með handgripsgormum sem kreystir eru þrjá daga í viku í átta vikur lækkuðu hvíldarblóðrýsting úr 125 í 120 mmHg að efri mörkum og úr 90 í 87 mmHg í neðri mörkum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni tóku fjórar tveggja mínútna lotur í 30% hámarksátaki á gormunum. Þeir sem til þekkja vita að svona handgormar búa nú ekki beinlínis til nein vöðvafjöll. Það má því vel ætla að áhrifin sem þessar æfingar hafa á blóðþrýstinginn séu vegna streitulosunar sem fylgir þessum litlu átökum. Streyta getur haft áhrif á blóðþrýsting og kannski ef hér ágæt áminning um að við eigum annað slagið að staldra við í lífinu, slaka á og taka á. Ef við höfum ekki tíma til að sinna heilsunni er spurning hvort við höfum tíma til að vera yfir höfuð til.
(Scandinavian Journal Medicine Science Sports, 23: 620-626, 2013)