sjukrahus, læknir, Gen sem eru ráðandi fyrir frumuendurnýjun og viðgerðum á DNA erfðaefni líkamans urðu virkari hjá karlmönnum sem æfa meira en þrjá klukkutíma á viku. Tvennt skipti greinilega máli. Æfingalengdin og ákefðin í æfingunum. Mark Magbanua og félagar við Kaliforníuháskóla í San Fransisco rannsökuðu 71 karlmann sem voru ekki í áhættuhópi gagnvart blöðruhálskirtilskrabbameini og komust að þessari niðurstöðu. Það er reyndar svo að almennt minnka allar æfingar áhættuna gagnvart dauðsfalli vegna krabbameina. Hvers vegna æfingar hafa þessi áhrif liggur ekki fyrir og er ennþá rannsóknarefni. Hitt er vitað að hóf virðist best hvað þetta varðar þar sem bæði hreyfingaleysi og ofjálfun geta haft áhrif á áhættuna gagnvart sumum tegunda krabbameina.
(Cancer Causes Control, 25:515-523, 2014)