Fjórir keppendur halda á Norðulandamót í vaxtarrækt og fitness sem haldið verður dagana 22 – 24 apríl nk í Helsinki í Finnlandi. Tveir keppendur keppa í vaxtarrækt og tveir í fitness fyrir hönd Íslands.Í vaxtarræktinni fara til keppni þeir Sigurður Gestsson og Magnús Bess Júlíusson. Þeir voru að keppa fyrir skemmstu á Íslandsmótinu í Vaxtarrækt og eru að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið þessa dagana. Búast má við mjög sterkri keppni þar sem fjöldi keppenda mæta frá öllum Norðurlöndunum. Í fitnesskeppnina sem haldin er á sama stað og tíma fara þær Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Bella Markúsdóttir. Þar er keppt í tveimur hæðarflokkum, yfir og undir 164 cm og spennandi verður að sjá hvernig þeim kemur til með að ganga í keppninni. Allt um það hér á fitness.is að móti loknu.