Magnús Samúelsson margfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt og Olga Ósk verða með pósunámskeið fyrir keppendur í módelfitness, fitness og vaxtarrækt fyrir bikarmót IFBB og Icefitness í nóvember.

Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Farið verður yfir: Framkomu, stöður, pósur, rútínu, keppnislit og fleira sem betrumbætir frammistöðu á sviði.

Síðustu námskeið hafa gengið mjög vel og árangurinn samkvæmt því. Þar má nefna sem dæmi að vinningshafar módelfitness á bikarmóti 2008 og íslansmóti 2009 mættu báðar á námskeiðið. Einnig hafa flestir strákarnir sem hafa sótt námskeiðið unnið til verðlauna, þar má nefna Kidda Sam Norðurlandameistara og Andra Hermansson bikarmeistara í classic fitness

Islmot2009MagnusSam.pngÞjálfarar: Maggi Sam og Olga Ósk. Námskeið er á laugardögum auk nokkurra aukatíma þegar nær dregur móti.
Námskeiðið fer fram í World Class.

Það sem keppendur græða á þessu námskeiði er fyrst og fremst þær skyldustöður sem þarf að hafa á hreinu og einnig aukið sjálfstraust þegar kemur að því að koma fram á sviði. Tekið er persónulegt mið út frá hverjum og einum og keppanda kennt að draga fram það besta sem hann/hún hefur. Góð framkoma og útgeislun verður mun meiri. Einnig er fræðsla og ráð um allt sem tengist undibúningi mikil. Stelpurnar fara mikið yfir göngulag og framkomu.

Hafið samband við:

Magga Sam
maggisam77@hotmail.com
Simi: 849-4421

eða

Olgu Ósk
olgaosk@gmail.com
Sími: 6181620