Spennandi keppni er framundan á Spáni um helgina. Kristín Kristjánsdóttir og Magnús Bess Júlíusson keppa á Evrópumóti í fitness og vaxtarrækt. Í dag lauk innritun og vigtun keppenda og ljóst er að íslensku keppendurnir munu stíga krappan dans þessa helgina.Flokkur Kristínar er sá fjölmennasti á mótinu og því spennandi að sjá hvort henni takist að komast í úrslit. Margir heimsklassakeppendur keppa í hennar flokki.  Fimm manns komast áfram í úrslit sem fara fram á sunnudag.
Bæði Kristín og Maggi eru í frábæru formi og því við öllu að búast. Það kæmi ekki á óvart að Magnús kæmist áfram í fimm manna úrslit.

Á ifbb.com er fjallað um keppnina og þar er fjallað um að íslensku keppendurnir séu meðal stjörnukeppenda á mótinu. Til viðbótar leikur veðrið við íslensku keppendurna. 37 stiga hiti er á keppnisstaðnum. Við munum segja frá úrslitum hér á fitness.is um leið og þau liggja fyrir.