Kristín Kristjánsdóttir
Ljósm: Brynjar Ágústsson

Um helgina fer fram í Aþenu í Grikklandi alþjóðlegt mót í fitness og vaxtarrækt sem kennt er við Ben Weider. Mótið er hið fyrsta sem kennt er við Ben Weider sem er eins og kunnugt er bróðir Joe Weider. Saman áttu þeir bræður stóran þátt í að gera líkamsrækt að því sem hún er í dag. Kristín Kristjánsdóttir er tilgreind sem ein af stærstu fitnessstjörnunum sem líkleg er til afreka á mótinu enda Evrópumeistari í fitness. Fjölmargir meistarar taka þátt í mótinu og verður því spennandi að sjá um helgina hvernig Kristínu gengur en hún er í frábæru formi þessa dagana eftir langan undirbúning fyrir þetta mót. Sigurður Gestson fylgir henni að sjálfsögðu á mótið en hann mun einnig dæma sem alþjóðadómari á mótinu.

Mótið fer fram í keppnishöll sem tekur allt að 5250 manns í sæti og verður umgjörðin því öll hin glæsilegasta. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu ifbb.com.