Þegar hefur borist fjöldi skráninga á Bikarmótið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt sem fer fram í Austurbæ í Reykjavík 24. nóvember.1 Módelfitness Lota 1: Módellota – íþróttafatnaður 2 Fitness karla Lota 1 Samanburður og 7 skyldustöður 3 Fitness konur – 164 sm – Lota 1 Svart bikini 4 Fitness konur + 164 sm – Lota 1 Svart bikini 5 Módelfitness Lota 2 Svart bikini 6 Fitness konur -164 sm Lota 2 Sundbolur 7 Fitness konur + 164 sm – Lota 2 Sundbolur 8 Módelfitness Lota 3 Blandað bikini Hlé 15 mínútur 9 Fitness karla, Lota 3 Skyldustöður og úrslit. 10 Fitness konur 164 sm, Lota 3 Blandað bikini og úrslit. 11 Fitness konur + 164 sm, Lota 3 Blandað bikini og úrslit 12 Módelfitness, Lota 4 Sundbolur og úrslit 13 Vaxtarrækt karla, Lota 1 Skyldustöður og samanburður 14 Vaxtarrækt konur, Lota 1&2 Frjálsar stöður 15 Vaxtarrækt karlar, Lota 2 Frjálsar stöður við tónlist 16 Fitness konur Bikarmeistari kvenna í fitness. 17 Vaxtarrækt konur, Lota 3 Úrslit 18 Vaxtarrækt karlar, Lota 3 Samanburður og úrslit 19 Fitness konur Bikarmeistari kvenna í fitness – Úrslit Móti lokið
Ætla má að flestir sterkustu keppendur landsins mæti á bikarmótið. Hvort þátttakan slái öll met eins og síðasta Fitnesshelgi um páskana gerði skal ósagt látið. Þá mættu yfir 80 keppendur til leiks en á síðasta bikarmóti var ennfremur góð þátttaka.
Það að framkvæma skildustöður og frjálsa stöðulotu er frekar nýtt fyrir fitnesskeppendur hérlendis en hefur eingöngu tilheyrt vaxtarrækt. Skyldustöður keppenda eru sjö: 1. Tvíhöfðar að framan. (Front double bicep). 2. Mittisstaða að framan.(Front lat spread) 3. Hliðarstaða. (Side chest). 4. Tvíhöfðar og bak. (Back double biceps). 5. Mittisstaða bak. (Back lat spread). 6. Þrýhöfði. (Side triceps). 7. Magi og fætur. (Abdominals and thighs). Í frjálsu stöðunum hafa keppendur 60 sekúndur til að gera valfrjálsar stöður við tónlist að eigin vali. Sjá nánar í alþjóðlegu reglunum sem finna má í skjalasafninu hér á fitness.is. Þær eru enn sem komið er á ensku og verður keppnin hérlendis dæmd samkvæmt þeim en til viðbótar kemur hindranabraut. Í PDF skjalinu er að finna myndir af skyldustöðunum. Nánari upplýsingar veitir Einar Guðmann í síma 846 1570.
Einungis er keppt í kvennaflokki í þessari keppnisgrein, en búist er við að keppendurnir sem komi til með að sækja þessa keppnisgrein verði ekki sömu keppendur og í fitness þar sem miklir skurðir og vöðvamassi eru ekki æskilegir. Leitað er að keppendum sem bera það með sér að vöxturinn sé tilkominn vegna íþróttaiðkunar, limaburður fallegur og sýnt er fram á hæfileika til fyrirsætustarfa. Keppendur eiga að sýna fram á fallega kvenlega líkamsbyggingu, hóflega stælta sem og fallega tónaðan og samræmdan vöxt. Húðlitur sé hóflega brúnn, ekki of dökkur. Sigurvegarinn sem leitað er að verður væntanlega sá keppandi sem býr yfir öllum þessum kostum og ætti í kjölfarið að eiga möguleika á fyrirsætustörfum sem tengjast líkamsræktargeiranum.
Keppendur klæðast íþróttafatnaði að eigin vali. Fatnaðurinn þarf að uppfylla þau skilyrði að hylja allan líkamann og samanstanda af síðbuxum, síðerma treyjum og íþróttaskóm. Klæðast má toppi innan undir síðerma treyju og er keppanda heimilt að fara úr síðerma treyjunni þegar á sviðið er komið í fyrstu innkomu ef hann óskar þess. Fatnaðurinn má vera merktur með merki framleiðanda fatnaðarins, ekki öðrum. Yfirdómar skoðar og samþykkir fatnað við innritun og skráningu keppenda fyrir keppnina. Þessi lota er dæmd út frá framkomu og útliti með tilliti til framsetningar og hreyfingar keppandans sem fyrirsæta. Í fyrstu innkomu eru keppendur kynntir einn í einu inn á sviðið og ganga fyrst inn að miðju, taka hægri beygju út að enda sviðs, ganga síðan þvert yfir allt sviðið að hinum endanum, aftur að miðju og þaðan út af sviðinu aftur. Þegar allir hafa verið kynntir þannig inn á sviðið koma þeir allir inn á sviðið í einu í annarri innkomu. Taka sér stöðu eftir númeraröð aftarlega á sviðinu. Keppendur ganga síðan einn í einu eftir ábendingu yfirdómara fram að miðju sviðs, snúa sér þar í einn hring, hneigja sig og taka sér aftur stöðu í röðinni. Að því loknu yfirgefa allir sviðið eftir ábendingum dómara.
Keppendur koma allir í einu fram á sviðið, í svörtu bikini og svörtum hælaháum skóm og eru bornir saman með fjórum snúningum.
Keppendur koma allir í einu fram á sviðið, í bikini í lit að eigin vali og hælaháum skóm í lit að eigin vali. Samanburður fer fram með fjórðungssnúningum.
Keppendur koma allir í einu fram á sviðið, í sundbol í lit að eigin vali og hælaháum skóm í lit að eigin vali. Leyfilegt er að bera skartgripi. Reglur IFBB í formfitness (bodyfitness) gilda um ofangreindar lotur með þeirri undantekningu að skartgripir eru leyfðir í fjórðu lotu. Dómarar leggja eins og áður sagði áherslu á mjög hóflegan vöðvamassa og skurði en leitað að fallegum kvenlegum línum. Fyrsta lotan er svokölluð valfrjáls (optional) lota sem dæmd er út frá ofangreindum forsendum.
Stefnan hefur verið sú að sameina flokka ef færri en þrír keppendur eru í flokkum í fitness og vaxtarrækt. Oftast skýrist það ekki fyrr en komið er að vigtun keppenda daginn fyrir keppnisdag. Ætla má að vigtun fari fram föstudagskvöldið 23. nóvember. Staður og stund nánar auglýst síðar. Ath að ekki er heimilt að keppa í tveimur keppnisflokkum.


ath: ofangreindar upplýsingar eru háðar breytingum.