Þrír keppendur munu keppa á heimsmeistaramóti í fitness og vaxtarrækt sem fram fer í Búdapest um næstu helgi. Þau Maríanne Sigurðardóttir sem keppir í unglingaflokki, Kristín Kristjánsdóttir sem keppir í flokki 35 ára og eldri og Sigurður Gestsson sem keppir í flokki 50 ára og eldri.Búast má við að á þriðja hundrað keppendur muni keppa á heimsmeistaramótinu. Það er því enginn hægðarleikur að komast í úrslitakeppni hvers flokks, en 15 keppendur komast áfram. Við munum segja frá gengi íslensku keppendana þegar úrslit liggja fyrir. Ljóst verður á miðjan sunnudag hvort einhverjir komist áfram í úrslitakeppnina og sjálf úrslitin verða ljós á sunnudagskvöld.