Fimm íslendingar kepptu í dag á alþjóðlegu fitness- og vaxtarræktarmóti í Vín í Austurríki. Katrín Edda Þorsteinsdóttir sem keppti í módelfitness sigraði sinn flokk og einnig heildarkeppni allra flokka. Gísli Örn Reynisson Schramm varð í öðru sæti í sínum flokki en hann keppti í vaxtarrækt undir 95 kg. Hilda Guttormsdóttir sem keppti í ólympíufitness hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki, David Harmodio sem keppti í vaxtarrækt undir 80 kg varð fimmti en Mímir Nordquist komst ekki í úrslit í sínum flokki en hann keppti í sportfitness.

Þessi árangur íslendingana verður að teljast mjög góður enda eru þeir ánægðir með þessa niðurstöðu og var vel tekið í Austurríki.

GisliOrn_EG23416
Gísli
Íslandsmót IFBB 2014 - Ólympíufitness
Hilda Guttormsdóttir
Katrín Edda Þorsteinsdóttir
Katrín Edda Þorsteinsdóttir
David
David
Mímir Nordquist
Mímir Nordquist