Ingibjörg Magnúsdóttir fagnar sigri í sínum flokki.

Um helgina fór Sweden Grand Prix mótið fram í Malmö. Tveir íslendingar kepptu á mótinu, þau Ingibjörg Magnúsdóttir og Alexander Guðjónsson. Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og hafnaði í þriðja sæti í heildarkeppninni í fitnessflokki kvenna. Hún keppti í yfir 163 sm flokki. Alexander Guðjónsson keppti í fitnessflokki karla og hafnaði í fimmta sæti í yfir 180 sm flokki.

Þetta er frábær árangur hjá íslensku keppendunum en fyrir viku síðan gerðu íslendingar það sömuleiðis gott á Oslo Grand Prix mótinu. Grand Prix mótin eru mest sótt af norðurlandabúum en þessi árangur sýnir að íslendingar eiga fullt erindi á svið í nágrannalöndunum.