Íslandsmótið í fitness fór fram á laugardaginn í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppnin fór fram undir fullu húsi áhorfenda enda hörkuspennandi og fjöldi keppenda.Úrslit fóru þannig að Heiðrún Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari kvenna, Kristín Kristjánsdóttir sigraði í flokki 35 ára og eldri og Íslandsmeistari unglinga varð Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir. Aðalsteinn Sigurkarlsson varð Íslandmeistari karla og faðir hans Sigurkarl Aðalsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri. Íslandsmeistari unglinga í karlaflokki varð Heiðar Ingi Heiðarsson.