Heiðrún Sigurðardóttir komst ekki áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti alþjóðasambands líkamsræktarmanna í gær. Fjöldi keppenda hefur farið stigvaxandi ár frá ári og keppnin í ár er mjög erfið. Heiðrún hefur þó í nógu að snúast í Santa Susanna þó hún hafi ekki komist í úrslit þar sem hún er að vanda vinsæl hjá ljósmyndurum sem panta hana í ljósmyndatökur fyrir hin ýmsu tímarit.